Innlent

Kærður fyrir að hafa rofið akstursbann

MYND/Hilmar

Lögreglan á Selfossi hyggst leggja fram kæru á hendur manni fyrir að hafa rofið akstursbann.

Maðurinn var stöðvaður við umferðareftirlit í Hveragerði og kom þá í ljós að hann hefði verið í akstursbanni frá byrjun árs. Akstursbann gildir þar til viðkomandi hefur sótt sérstakt námskeið og staðiðst ökupróf að nýju.

Brot mannsins jafngildir því að ökumaður hafi ekið sviptur ökurétti en sekt við slíku broti eru 60 þúsund krónur og hundrað þúsund við annað brot. Þetta mun vera fyrsta mál hjá lögreglunni á Selfossi þar sem ökumaður í akstursbanni er kærður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×