Innlent

Níu bakarí sektuð vegna galla í verðmerkingum

Bakarí Jóa Fel eru meðal þeirra sem sektuð voru.
Bakarí Jóa Fel eru meðal þeirra sem sektuð voru.

Neytendastofa hefur sektað níu bakarí á höfuðborgarsvæðinu fyrir að fara ekki að tilmælum stofunarinnar um verðmerkingar. Nema sektirnar samtals 1,1 milljón króna.

Fram kemur á heimasíðu Neytendastofa að stofnunin hafi kannað ástand verðmerkinga í bakaríum í lok júní. Í kjölfar könnunarinnar sendi Neytendastofa 13 bakaríum tilmæli þess efnis að koma verðmerkingum í viðunandi horf. Þessum ábendingum var fylgt eftir í upphafi ágústmánaðar og kom þá í ljós að níu bakaríanna höfðu ekki farið eftir tilmælum stofnunarinnar. Lagði Neytendastofa því stjórnvaldssektir á þau.

Bakaríin sem um ræðir eru Gamla góða bakaríið Borgarholtsbraut, sem rekið er af Bettís ehf., Hjá Jóa Fel Smáralind, Hjá Jóa Fel Holtagörðum, Kornið Bíldshöfða, Kornið Borgartúni, Kornið Ögurhvarfi, Oddur bakari Grensásvegi, Sveinsbakarí Engihjalla og Sveinsbakarí Arnarbakka. Í öllum bakaríunum voru vörur í kæli óverðmerktar og í tveimur bakaríum var verðmerkingum í borði mjög ábótavant.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×