Lífið

Húsin á Hæðinni óseld

Engin tilboð hafa borist í húsin við Árakur sem keppendur í Hæðinni inréttuðu, en þau fóru í sölu eftir að þáttunum lauk. Landinn er þó greinilega spenntur fyrir sköpunarverkum paranna, því hundruðir manna hafa lagt leið sína í Garðabæinn að skoða þau.

„Það gerist ekkert hratt í þessum málum þessa dagana," segir Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Húsakaupa, sem eru með íbúðirnar til sölu. Húsakaup hafa haft eignir á Arnarneshæð til sölu frá því um haustið 2006. Af þeim 350 eignum sem ráðgerðar eru í hverfinu eru um 200 komnar í sölu, og þar af eru 130 seldar. Megnið af þeim fór fyrir áramót, og segir Jón að gríðarlega hafi dregið úr sölu frá því þá.

Hann segir þó að mikill áhugi sé fyrir húsunum á Hæðinni. Þau hafa aðeins verið sýnd einu sinni, á fimmtudaginn síðasta, og komu á bilinu þrjú til fjögur hundruð manns hafi komið að skoða. Jón segir að vissulega hafi hluti hópsins bara viljað sjá húsin sem það hafði fylgst með í þáttunum, en þó sé töluverður fjöldi sem ætli að koma að skoða í annað sinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.