Innlent

Tekinn ellefu sinnum fyrir fíkniefnaakstur

Lögreglan á Akranesi stöðvaði í síðustu viku karlmann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn hafði ellefu sinnum áður verið tekinn fyrir fíkniefnaakstur og að níu málanna biðu meðferðar hjá dómstólum. Ofan á þetta reyndist maðurinn á óskráðum bíl. Hann var sviptur ökurétti til bráðabirgða hjá lögreglu.

Þá kemur fram í dagbók lögreglunnar að annar maður hafi sloppið án alvarlegra meiðsla eftir að ekið var á hann við veitingastað á Akranesi í síðustu viku. Mun ölvaður félagi mannsins hafi bakkað á hann og var ökumaðurinn því færður á lögreglustöð þar sem hann fékk viðeigandi meðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×