Innlent

Segir rafmengun valda heilsutjóni

Íslendingur, sem sérhæft hefur sig í rafmengun, telur að hún valdi bæði mönnum og dýrum heilsutjóni. Hann segir aðgerðir gegn rafmengun hafa útrýmt skæðum dýrasjúkdómi.

Brynjólfur Snorrason hefur með árumyndum og öðum mælingum rannsakað rafmengun á Ísland áratugum saman. Hann sér nú um mælingarnar sem standa yfir á Norðausturlandi en þar hefur mikill fjöldi fóstra í sauðfjárbúskap farist fyrir.

Brynjólfur telur sig hafa ígildi sannana fyrir því að rafmengun ógni víða heilsu bæði manna og dýra og bendir sem dæmi á samhengi sem fundist hafi á milli kamfýlóbaktería í kjúklingarækt og rafmengunar.

Eftir stendur að hann telur afar mikilvægt að vísindasamfélagið standi saman og pólitískur vilji skapist til að ráðast á vandann af fullri alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×