Innlent

Ellisif forstjóri Varnarmálastofnunar

Utanríkisráðherra skipaði í dag Ellisif Tinnu Víðisdóttur, aðstoðarlögreglustjóra, sem forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar en hún tekur til starfa 1. júní.

Utanríkisráðherra hafði áður falið henni að gegna hlutverki breytingarstjóra innan Ratsjárstofnunar. Varnarmálastofnun tekur einmitt yfir starfsemi hennar, sem og rekstur mannvirkja NATO hér á landi samkvæmt sérstökum varnarmálalögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir rúmum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×