Lífið

Fegurðardrottningar geta ekki verið fullkomnar

ellyarmanns skrifar
Ásdís Svava Hallgrímsdóttir og danski leikarinn Jens Albinus við tökur á danska spennumyndaflokknum Erninum árið 2006.
Ásdís Svava Hallgrímsdóttir og danski leikarinn Jens Albinus við tökur á danska spennumyndaflokknum Erninum árið 2006.

„Þær mega ekki gleyma því að þær eru mannlegar og geta ekki verið fullkomnar og ekki missa sjónar á þeirri manneskju sem þær voru áður en þær tóku þátt í keppninni og vera þakklátar fyrir að eiga góða að. Það kemur sér afar vel þegar tekið er þátt í svona keppni," segir Ásdís Svava Hallgrímsdóttir þegar Visir spyr reynsluboltann um ráð til handa verðandi fegurðardrottningum sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á Broadway 30. maí næstkomandi.

Ungfrú Ísland árið 2006 var Sif Aradóttir, Ásdís Svava lenti í 2. sæti og Jóna Kristín Heimisdóttir landaði 3. sætinu.

„Ég ákvað að fara ekki í útskriftarferðina með skólanum og ákvað að fara í staðinn að ferðast aðeins með vinkonu minni sem er au pair í Lúxemborg," segir Ásdís Svava þegar Visir forvitnast hvað hún er að gera um þessar mundir.

„Ég var að klára prófin á þriðjudaginn. Ég nennti ekki alveg að fara í útskriftarferð sem er nánast einungis til að skemmta sér og næla sér í tan. Ég er nefnilega aðeins meira fyrir þessi ævintýri og að upplifa alltaf eitthvað nýtt."

„Við fórum til dæmis í dag til Parísar að skoða Effel turninn og Monu Lisu safnið sem var með eindæmum gaman."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.