Innlent

Rumsfeld hafði engan áhuga á ratsjárkerfinu

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar á bloggi sínu um fund sem hann sótti síðdegis og Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg stóðu fyrir. Fundurinn fjallaði um varnarmálastonum og loftrýmisgæslu og þar rakti Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins þróun mála frá leiðtogafundi NATO í Riga árið 2006 til dagsins í dag. Í Riga fóru Íslendingar þess á leit við NATO að bandalagið myndi tryggja loftrýmisgæslu á Íslandi.

Á fundinum velti Bjarni því meðal annars fyrir sér hvers vegna Bandaríkjamenn hefðu ekki haft áhuga á að halda sjálfir áfram rekstri ratsjárstöðvanna á Íslandi eftir að að þeir fóru héðan með herlið sitt. Björn segir að Bjarni hafi talið að aðhald í útgjöldum hafi ráðið þeirri ákvörðun. Á heimasíðu sinni leggur Björn í púkkið og segir: „Ég get staðfest af eigin reynslu, að Donald Rumsfeld, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafði ekki hinn minnsta áhuga á ratsjárkerfinu, eftir að hann kallaði varnarliðið héðan á brott."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×