Marel sækir það besta frá Hollandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. júní 2008 04:45 Við höfuðstöðvar Stork Food systems Nýr fjármálastjóri Marel Food Systems, Erik Kaman, slær á létta strengi með Árna Oddi Þórðarsyni, stjórnarformanni félagsins, fyrir utan höfuðstöðvar Stork Food Systems í Boxmeer í Hollandi. Markaðurinn/ÓKÁ Á morgun hefst hlutafjárútboð Marel Food Systems vegna fjármögnunar á kaupum á Stork Food Systems í Hollandi. Samruni fyrirtækjanna gekk í gegn í byrjun síðasta mánaðar. Útboðið sem er sölutryggt af Landsbanka Íslands lýkur svo á föstudag. Alls stendur hluthöfum Marels til boða hlutafé fyrir 117 milljónir evra, eða sem nemur nálægt 13,5 milljörðum íslenskra króna. Þá er einnig heimild til þess að bjóða fagfjárfestum 30 milljónir evra (ríflega 3,5 milljarða króna) til viðbótar, en þá næmi heildarfjárhæð útboðsins 147 milljónum evra, eða nálægt 17 milljörðum króna. Verð hluta í útboðinu er ákvarðað á síðustu stundu af stjórn Marel Food Systems og verður væntanlega birt í dag, um leið og útboðslýsing verður birt í Kauphöll Íslands. Aðstæður eru erfiðar á fjármálamörkuðum og segjast sérfræðingar sumir hverjir á fjármálamörkuðum búast við einhverjum afslætti frá markaðsverði í Kauphöll, en aðrir telja að markaðsverð verði látið ráða. Miðað við þetta gæti útboðsgengið hlaupið á bilinu 90 til 95 krónur á hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur síðustu daga fundað með fjárfestum og fjármálafyrirtækjum og kynnt útboðið, en í síðustu viku bauð Marel Food Systems jafnframt fjárfestum og fleirum til Hollands að skoða höfuðstöðvar Stork Food Systems í Boxmeer og kynna sér framleiðsluferlið þar, auk þess sem búnaður bæði Marel Food Systems og Stork var sýndur að störfum í Emsland-kjúklingaverksmiðjunni í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi (sjá hér til hliðar). Erik Kaman, nýr fjármálastjóri Marel Food Systems, sem áður var fjármálastjóri hjá Stork Aerospace, flugiðnaðargeira Stork-samstæðunnar í Hollandi, hélt erindi þar sem hann fór yfir helstu verkefni sem fram undan eru í samþættingu og endurbótum hjá Marel. „Fegurðin við samrunann við Marel er hins vegar að nánast engin skörun er í þeim lausnum sem fyrirtækin bjóða,“ segir hann. Samlegðaráhrifin segir Erik Kaman hins vegar geta verið meiri en nemur stærðarhagræði og meira vöruframboði. Hann boðar til dæmis innleiðingu verkferla hjá Marel Food Systems sem þróaðir hafa verið hjá Stork, svo sem við fjárhagsuppgjör og reikningsskil. „Með bættum aðferðum er hægt að draga úr þeim tíma sem eytt er í að gera upp fortíðina og auka ráðrúm til að horfa fram á veginn,“ segir hann og bætir við að því fyrr sem rekstrarupplýsingar liggi fyrir, þeim mun betur gangi að stýra fyrirtækinu. Uppgjörskerfi Stork verður því á næstu vikum innleitt í samstæðunni allri og tekin upp mánaðarleg innri reikningsskil með helstu tölum til stjórnar. „Þegar við byrjuðum árið 2000 að innleiða þetta kerfi hjá Stork tók um það bil fimm vikur að fá samstæðutölurnar, núna fáum við þær upplýsingar, ásamt rekstrarreikningi á sex virkum dögum, og það frá 180 einingum. Munurinn er því talsverður.“ Hörður Arnarson og Theo Hoen Forstjóri og aðstoðarforstjóri Marel Food Systems samkvæmt nýju skipuriti. Markaðurinn/GVAErik Kaman segist, í viðtali við Markaðinn, hafa verið spenntur að hefja störf hjá Marel Food System, en hann lét af störfum hjá einu elsta og virtasta iðnfyrirtæki Hollands. „Fyrirtækin eru svipuð að stærð,“ segir hann, en kveður um leið hafa verið spennandi að fá að koma að uppbyggingu hjá Marel eftir samrunann við Stork Food Systems. „Þá er líka meiri pólitík tengd rekstrinum í flugiðnaðinum og þá sér í lagi tengt því hverjum er selt og það er nokkuð sem mér fellur ekki alls kostar. Ég kann hins vegar vel við mig í samkeppnisumhverfi þar sem áherslan er á bestu framkvæmd á öllum sviðum, hvort sem það er í tækni, skipulagi, upplýsingagjöf, sölu og öðrum sviðum.“ Nýr fjármálastjóri Marels segist gera ráð fyrir því að um hálft ár taki að innleiða bestu reikningsskilaaðferðir hjá félaginu öllu, en tvö til þrjú ár að koma á bestu framkvæmd á öllum sviðum. „Reikningsskilin eru hins vegar grunnurinn sem við byggjum á.“ Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Á morgun hefst hlutafjárútboð Marel Food Systems vegna fjármögnunar á kaupum á Stork Food Systems í Hollandi. Samruni fyrirtækjanna gekk í gegn í byrjun síðasta mánaðar. Útboðið sem er sölutryggt af Landsbanka Íslands lýkur svo á föstudag. Alls stendur hluthöfum Marels til boða hlutafé fyrir 117 milljónir evra, eða sem nemur nálægt 13,5 milljörðum íslenskra króna. Þá er einnig heimild til þess að bjóða fagfjárfestum 30 milljónir evra (ríflega 3,5 milljarða króna) til viðbótar, en þá næmi heildarfjárhæð útboðsins 147 milljónum evra, eða nálægt 17 milljörðum króna. Verð hluta í útboðinu er ákvarðað á síðustu stundu af stjórn Marel Food Systems og verður væntanlega birt í dag, um leið og útboðslýsing verður birt í Kauphöll Íslands. Aðstæður eru erfiðar á fjármálamörkuðum og segjast sérfræðingar sumir hverjir á fjármálamörkuðum búast við einhverjum afslætti frá markaðsverði í Kauphöll, en aðrir telja að markaðsverð verði látið ráða. Miðað við þetta gæti útboðsgengið hlaupið á bilinu 90 til 95 krónur á hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur síðustu daga fundað með fjárfestum og fjármálafyrirtækjum og kynnt útboðið, en í síðustu viku bauð Marel Food Systems jafnframt fjárfestum og fleirum til Hollands að skoða höfuðstöðvar Stork Food Systems í Boxmeer og kynna sér framleiðsluferlið þar, auk þess sem búnaður bæði Marel Food Systems og Stork var sýndur að störfum í Emsland-kjúklingaverksmiðjunni í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi (sjá hér til hliðar). Erik Kaman, nýr fjármálastjóri Marel Food Systems, sem áður var fjármálastjóri hjá Stork Aerospace, flugiðnaðargeira Stork-samstæðunnar í Hollandi, hélt erindi þar sem hann fór yfir helstu verkefni sem fram undan eru í samþættingu og endurbótum hjá Marel. „Fegurðin við samrunann við Marel er hins vegar að nánast engin skörun er í þeim lausnum sem fyrirtækin bjóða,“ segir hann. Samlegðaráhrifin segir Erik Kaman hins vegar geta verið meiri en nemur stærðarhagræði og meira vöruframboði. Hann boðar til dæmis innleiðingu verkferla hjá Marel Food Systems sem þróaðir hafa verið hjá Stork, svo sem við fjárhagsuppgjör og reikningsskil. „Með bættum aðferðum er hægt að draga úr þeim tíma sem eytt er í að gera upp fortíðina og auka ráðrúm til að horfa fram á veginn,“ segir hann og bætir við að því fyrr sem rekstrarupplýsingar liggi fyrir, þeim mun betur gangi að stýra fyrirtækinu. Uppgjörskerfi Stork verður því á næstu vikum innleitt í samstæðunni allri og tekin upp mánaðarleg innri reikningsskil með helstu tölum til stjórnar. „Þegar við byrjuðum árið 2000 að innleiða þetta kerfi hjá Stork tók um það bil fimm vikur að fá samstæðutölurnar, núna fáum við þær upplýsingar, ásamt rekstrarreikningi á sex virkum dögum, og það frá 180 einingum. Munurinn er því talsverður.“ Hörður Arnarson og Theo Hoen Forstjóri og aðstoðarforstjóri Marel Food Systems samkvæmt nýju skipuriti. Markaðurinn/GVAErik Kaman segist, í viðtali við Markaðinn, hafa verið spenntur að hefja störf hjá Marel Food System, en hann lét af störfum hjá einu elsta og virtasta iðnfyrirtæki Hollands. „Fyrirtækin eru svipuð að stærð,“ segir hann, en kveður um leið hafa verið spennandi að fá að koma að uppbyggingu hjá Marel eftir samrunann við Stork Food Systems. „Þá er líka meiri pólitík tengd rekstrinum í flugiðnaðinum og þá sér í lagi tengt því hverjum er selt og það er nokkuð sem mér fellur ekki alls kostar. Ég kann hins vegar vel við mig í samkeppnisumhverfi þar sem áherslan er á bestu framkvæmd á öllum sviðum, hvort sem það er í tækni, skipulagi, upplýsingagjöf, sölu og öðrum sviðum.“ Nýr fjármálastjóri Marels segist gera ráð fyrir því að um hálft ár taki að innleiða bestu reikningsskilaaðferðir hjá félaginu öllu, en tvö til þrjú ár að koma á bestu framkvæmd á öllum sviðum. „Reikningsskilin eru hins vegar grunnurinn sem við byggjum á.“
Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira