Innlent

Góður rómur gerður að miðborgarmálafundi

Þeir félagar Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri miðborgarmála stóðu fyrir samráðsfundi með „lykilaðilum miðborgar" í dag.

Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hann sátu hátt í 30 manns. Meðal

fundarmanna var Stefán Eiríksson, lögreglustjóri auk hagsmunaaðila í miðborginni og embættismanna frá Reykjavíkurborg.

„Meðal umræðuefnis á fundinum var skipulagt samstarf lykilaðila í miðborginni í sumar með það fyrir augum að auka öryggi og friðsæld um helgar í miðbænum." segir í tilkynningu frá borgarstjóra. „Þá var rætt um

eflingu eftirlits og löggæslu og skipaður samstarfshópur um eftirfylgni í kjölfar hverrar helgar fram til septemberloka."

Í samstarfshópnum sitja meðal annarra:

Kormákur Geirharðsson fulltrúi rekstraraðila,

Geir Jón Þórisson fyrir hönd lögreglunnar,

Kári Halldór fyrir hönd íbúasamtaka miðborgar

Jakob Frímann Magnússon fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningunni segir að góður rómur hafi verið gerður að fundinum og sagði Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgarmála að menn hefðu „sammælst um að taka höndum saman og ráða bót á því sem betur mætti fara í miðborg Reykjavíkur. Mikilvægt væri að fullt tillit yrði tekið til sjónarmiða íbúa, rekstraraðila og þeirra sem bera ábyrgð á löggæslu og eftirliti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×