Innlent

Plank framseldur til Póllands

Plank kom meðal annars fram í Kastljósi og hélt fram sakleysi sínu í málinu.
Plank kom meðal annars fram í Kastljósi og hélt fram sakleysi sínu í málinu.

Hæstiréttur hefur staðfest þá ákvörðun dómsmálaráðherra að framselja Pólverjann Premyzlaw Plank til Póllands. Þar er hann eftirlýstur vegna gruns um aðild að glæpum í borginni Wloclawek þar í landi, þar á meðal ólöglega dreifingu fíkniefna, líksamárásir, manndráp og fleira.

Plank var handtekinn 14. apríl síðastliðinn eftir að greint var frá því í fjölmiðlum að hann væri eftirlýstur í heimalandi sínu vegna brota. Hann hefur síðan setið í gæsluvarðhaldi á meðan beðið hefur verið ákvörðunar dómsmálaráðherra um hvort orðið yrði við kröfu pólskra yfirvalda um framsal hans.

Dómsmálaráðherra ákvað þann 28. apríl að framselja Plank og þá ákvörðun staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur þannn 14. maí. Þeirri ákvörðun var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti hana í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×