Innlent

Kveikt í gömlu bræðslunni í Sandgerði

Greiðlega gekk að slökkva eldinn
Greiðlega gekk að slökkva eldinn MYND/www.245.is

Slökkviliðið í Sandgerði var kallað að gamalli loðnubræðslu í bænum um klukkan 18:00 í kvöld. Þar hafði komið upp eldur. Sveinn Einarsson slökkviliðsstjóri í Sandgerði segir að um íkveikju hafi verið að ræða.

„Þetta er gömul bræðsla sem hætt er nota og það var búið að kveikja í plastkörum sem lágu úti í einu horninu. Eldurinn var samt bara einangraður við þetta horn," segir Sveinn en bræðslan er þaklaus og því ekki mikil hætta á að eldurinn breiddist út.

Sveinn segir klárt að um íkveikju hafi verið að ræða en lögreglan mætti einnig á staðinn og mun rannsaka hverrjir voru þarna að verki. Sveinn segir greiðlega hafa gengið að stlökkva eldinn en það tók ekki nema um tíu mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×