Innlent

Sektaður og sviptur vegna fíkniefnaaksturs

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 70 þúsund krónur og svipt hann ökuleyfi í þrjá mánuði fyrir að hafa stýrt bíl undir áhrifum svokallaðrar THC-sýru.

Maðurinn var tekinn á bílnum þar sem hann ók norður Eyrarbakkaveg við Litla-Hraun. Maðurinn neitaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna í umrætt sinn og verið ófær um að stjórna ökutækinu örugglega. Dómurinn komst hins vegar að því, út frá rannsókn á þvagi mannsins, að umrædd THC-sýra hafi verið í líkama hans og samkvæmt lögum teldist hann því undir áhrifum fíkniefna. Var hann því sakfelldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×