Innlent

Nýliðar í umferðinni eftir helgi

Grunnskólar hefja starfsemi á ný eftir helgi og þá koma 4.300 nýir vegfarendur í umferðina.

Alls eru um 43 þúsund börn á grunnskólaaldri og segir í tilkynningu Umferðarstofu að ökumenn verði að taka tillit til þess. Bent er á að barn sem sé að byrja í skóla hafi ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum í umferðinni.

Því þurfi foreldrar að brýna fyrir börnunum sínum að þó að þau sjái bíl þá sé ekki öruggt að bílstjórinn sjái þau. Þá eru foreldrar einnig minntir á að þeir eru fyrirmyndir í umferðinni og eigi því til dæmis ekki að ganga gegn rauðu ljósi og nota viðeigandi öryggisbúnað í umferðinni.

Hér eru 10 góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar hafi í huga og fræði börn sín um.

 

1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu

 

2. Veljum öruggustu leiðina í skólann - ekki stystu

 

3. Leggjum tímanlega af stað, (Flýtum okkur ekki)

 

4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir

 

5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar

 

6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki

 

7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir

 

8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir

 

9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla

 

10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×