Innlent

Olíuhreinsunarstöð einhver alversta hugmynd sögunnar

Umhverfisráðherra segir að olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði sé einhver alversta hugmynd sem um getur í sögunni. Skaði íslenskrar náttúru yrði gríðarlegur verði stöðin reist.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra fundaði með heimamönnum á Húsavík í gær. Á fundinum bar Sigurjón Benediktsson tannlæknir upp þá fyrirspurn hvenær ráðherra hefði síðast lýst sig andvíga stóriðju.

Sumir fundargesta köstuðu því upp á fundinum að eftir svona ummæli hlyti Þórunn að vera vanhæf til að fjalla um olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði, kæmi til málaferla í kjölfar úrskurða. Norðurorka hefur lýst því yfir að þar á bæ íhugi menn lögsókn á hendur ráðherra vegna úrskurðar um heildstætt umhverfismat á Bakka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×