Innlent

Mikil kúnst að gera góða sultu

Berjaspretta er góð um land allt og víða í görðum landsmanna svigna trén undan berjum.

Það er mikil kúnst að gera góða sultu eða hlaup. Best er að vera ekkert að spara sigurinn og hafa kíló af sykri á móti kílói af berjum. Rifsberin eru vinsæl og sólber, svo ekki sé talað um bláber og krækiber. En reyniber eru einnig mjög góð í sultu. Berin eru römm og þau verður að frysta, áður en þau eru sultuð. Gott er að tína þau þegar þau eru orðin vel rauð, setja í poka og frysta síðan og geyma, þar til sultugerð hefst. Gott er að hafa gul epli með berjunum.

Margrét Sigfúsdóttir, berjatínslukona, segir að gæta verði þess að þrífa krukkurnar vel áður en sultan eða hlaupið er sett i þær. Hún segist þvo þar vel og setja þær svo inn í 150 gráðu heitan ofn. Lokin síður hún og leggur svo lokin og krukkurnar á viskustykki. Hún segir best að hella sultunni í heitar krukkur, fylla þær alveg upp að brún og setja svo lokið á. Þegar sultan kólnar sígur hún í krukkunni og lofttæmi myndast.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×