Innlent

Hringtorg og Nýbýlavegur færð sex metra frá blokk

Tekist hefur sátt um breytingar á Nýbýlavegi en styr hefur staði um framkvæmdirnar og nálægð götunnar við fjölbýlishús við Lund 1.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að sáttin sé í samræmi við tillögur bæjarráðs um færslu vegarins í suður frá fjölbýlishúsinu. Sýslumaðurinn í Kópavogi hafði orðið við kröfu húsfélagsins að Lundi 1 og lagt lögbann við vegaframkvæmdum næst húseigninni.

Við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun september verður hins vegar lögð fram sátt sem kveður á um að veglína Nýbýlavegar og Lundarbrautar og hringtorg á Nýbýlavegi suðaustan við fjölbýlsihúsið verði færð sex metra frá húsinu.

Þá verður strætisvagnabiðskýli einnig fært lengra til vesturs en ákveðið hafði verið og gerð hljóðvistarmannvirkja flýtt. Með dómssáttinni fellur lögbannið niður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×