Dagur: Mikil örvænting hjá Sjálfstæðisflokknum 13. ágúst 2008 09:06 MYND/Pjetur Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Fréttablaðið greinir frá því að sjálfstæðismenn hafi verið óformlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og að sjálfstæðismenn muni ræða saman um málið í dag. Dagur svaraði spurningum þáttarstjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vera að skrifa nýjan fréttafarsa. Enginn annar handritshöfundur væri að honum nema borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Benti Dagur á að minnihlutinn hefði í upphafi núverandi meirihlutasamstarfs sagt að það væri stjórnarkreppa í borginni og því hefði verið sífellt minni mótmælt eftir því sem liðið hefði á árið.Dómgreindarbrestur og skortur á kjarkiAðspurður hvað hann myndi gera í sporum oddvita sjálfstæðismanna sagði Dagur að hann ætti erfitt með að setja sig í þau. Hann teldi þó að Hanna Birna og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi gert mistök í janúar með því að fallast á samstarf við F-listann. Það hafi verið ákveðinn dómgreindarbrestur og skortur á kjarki til að setja hnefann í borðið.Dagur segir minnihlutannn hafa samþykkt að taka ekki þátt í slíkum klækjastjórnmálum. Minnihlutinn hafi ætlað að einbeita sér að aðhaldi við meirihlutan en það hafi verið rólegt verkefni því sundrungin hafi verið innan meirihlutans, bæði innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og á milli sjálfstæðismanna og Ólafs.Vill ekki samstarf við SjálfstæðisflokkinnDagur minnti á að Morgunblaðið hefði í vetur lagt til að Samfylkingin gengi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn borgarinnar og þá hefðu Vinstri - græn einnig verið nefnd. Nú virtust leiðaraskríbentar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið beina sjónum sínum að Framsóknarflokknum. Dagur sagðist enn fremur ekki treysta sér að spá fyrir um framhaldið en sagði mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Aðspurður um háværar raddir sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin komi á styrkum meirihluta í borginni sagði Dagur að Samfylkingin stæði undir því að stjórna borginni en það sem hefði gerst við myndun núverandi meirihluta væri fordæmalaust og óafsakanlegt. Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki vilja vinna með sjálfstæðismönnum og sagði Samfylkinguna ekki vera að fara á taugum þótt sjálfstæðismenn væru það.Hlusta má á viðtalið hér. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir samstöðu minnihlutans í borgarstjórn hafa verið órofna alveg frá því að hundrað daga meirihlutinn varð til og hvergi borið þar skugga á. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um framhaldið í borgarmálunum en segir mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Fréttablaðið greinir frá því að sjálfstæðismenn hafi verið óformlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf og að sjálfstæðismenn muni ræða saman um málið í dag. Dagur svaraði spurningum þáttarstjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun og þar sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vera að skrifa nýjan fréttafarsa. Enginn annar handritshöfundur væri að honum nema borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins. Benti Dagur á að minnihlutinn hefði í upphafi núverandi meirihlutasamstarfs sagt að það væri stjórnarkreppa í borginni og því hefði verið sífellt minni mótmælt eftir því sem liðið hefði á árið.Dómgreindarbrestur og skortur á kjarkiAðspurður hvað hann myndi gera í sporum oddvita sjálfstæðismanna sagði Dagur að hann ætti erfitt með að setja sig í þau. Hann teldi þó að Hanna Birna og borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi gert mistök í janúar með því að fallast á samstarf við F-listann. Það hafi verið ákveðinn dómgreindarbrestur og skortur á kjarki til að setja hnefann í borðið.Dagur segir minnihlutannn hafa samþykkt að taka ekki þátt í slíkum klækjastjórnmálum. Minnihlutinn hafi ætlað að einbeita sér að aðhaldi við meirihlutan en það hafi verið rólegt verkefni því sundrungin hafi verið innan meirihlutans, bæði innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og á milli sjálfstæðismanna og Ólafs.Vill ekki samstarf við SjálfstæðisflokkinnDagur minnti á að Morgunblaðið hefði í vetur lagt til að Samfylkingin gengi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn borgarinnar og þá hefðu Vinstri - græn einnig verið nefnd. Nú virtust leiðaraskríbentar Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið beina sjónum sínum að Framsóknarflokknum. Dagur sagðist enn fremur ekki treysta sér að spá fyrir um framhaldið en sagði mikla örvæntingu hjá Sjálfstæðisflokknum.Aðspurður um háværar raddir sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin komi á styrkum meirihluta í borginni sagði Dagur að Samfylkingin stæði undir því að stjórna borginni en það sem hefði gerst við myndun núverandi meirihluta væri fordæmalaust og óafsakanlegt. Þegar gengið var á hann sagðist hann ekki vilja vinna með sjálfstæðismönnum og sagði Samfylkinguna ekki vera að fara á taugum þótt sjálfstæðismenn væru það.Hlusta má á viðtalið hér.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira