Segir samstarf við Ólaf ekki mistök 13. ágúst 2008 12:20 Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta. Staða Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra veikist nú með hverjum deginum sem líður. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi í óformlegum viðræðum og samkvæmt heimildum fréttastofu voru þreifingar í gangi milli flokkanna í morgun en þær eru enn sem komið er á byrjunarstigi. Ekki hefur náðst í oddvita borgarstjórnarflokkanna í dag en Dagur B. Eggertsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mikil samstaða væri meðal minnihlutans. Hann treysti sér þó ekki til að spá fyrir um framhaldið en sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn örvæntingafullur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum og útspil þeirra nú væri að skrifa nýjan fréttafarsa. Aðspurður segist hann ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni og að ólíkt Sjálfstæðismönnum væri Samfylkingarfólk ekki að fara á taugum. Kannast ekki við þreifingar Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki kannast við þreifingar í borgarmálunum og segist treysta oddvita flokksins fyrir þessum málum. Aðspurður um það hvort þreifingar væru á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sagði Geir: „Það mál er auðvitað á vettvangi borgarfulltrúanna undir forystu Hönnu Birnu og ég get ekki svarað þér þessari spurningu," sagði Geir við fréttamann Stöðvar 2. Spurður hvort hann og Hanna Birna hafi rætt málið svaraði Geir því til að þau ræddust við reglulega. Þá var hann inntur eftir því hvort hann sem formaður ætti ekki að vita ef slíkar þreifingar ættu sér stað og þá svaraði Geir: „Mér er ekki kunnugt um neinar beinar þreifingar í þessu máli." Geir sagði aðspurður að staða flokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum væri óviðunandi og borgarfulltrúarnir gerðu sér grein fyrir því. „Ég er alveg viss um að Hanna Birna og hennar samstarfsmenn munu rífa upp þetta fylgi áður en mjög langt um líður," segir Geir. Forsætisráðherra telur ekki að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon hafi verið mistök og hann viti ekki betur en að það samstarf hafi í aðalatriðum gengið vel og gangi vel. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir samstarf flokksins í borginni við Ólaf F. Magnússon ekki mistök. Honum er ekki kunnugt um þreifingar manna um myndun nýs meirihluta. Staða Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra veikist nú með hverjum deginum sem líður. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eigi í óformlegum viðræðum og samkvæmt heimildum fréttastofu voru þreifingar í gangi milli flokkanna í morgun en þær eru enn sem komið er á byrjunarstigi. Ekki hefur náðst í oddvita borgarstjórnarflokkanna í dag en Dagur B. Eggertsson sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að mikil samstaða væri meðal minnihlutans. Hann treysti sér þó ekki til að spá fyrir um framhaldið en sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn örvæntingafullur vegna lélegrar útkomu í skoðanakönnunum og útspil þeirra nú væri að skrifa nýjan fréttafarsa. Aðspurður segist hann ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum í borginni og að ólíkt Sjálfstæðismönnum væri Samfylkingarfólk ekki að fara á taugum. Kannast ekki við þreifingar Geir H. Haarde forsætisráðherra vill ekki kannast við þreifingar í borgarmálunum og segist treysta oddvita flokksins fyrir þessum málum. Aðspurður um það hvort þreifingar væru á milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sagði Geir: „Það mál er auðvitað á vettvangi borgarfulltrúanna undir forystu Hönnu Birnu og ég get ekki svarað þér þessari spurningu," sagði Geir við fréttamann Stöðvar 2. Spurður hvort hann og Hanna Birna hafi rætt málið svaraði Geir því til að þau ræddust við reglulega. Þá var hann inntur eftir því hvort hann sem formaður ætti ekki að vita ef slíkar þreifingar ættu sér stað og þá svaraði Geir: „Mér er ekki kunnugt um neinar beinar þreifingar í þessu máli." Geir sagði aðspurður að staða flokksins í borginni samkvæmt skoðanakönnunum væri óviðunandi og borgarfulltrúarnir gerðu sér grein fyrir því. „Ég er alveg viss um að Hanna Birna og hennar samstarfsmenn munu rífa upp þetta fylgi áður en mjög langt um líður," segir Geir. Forsætisráðherra telur ekki að samstarf sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon hafi verið mistök og hann viti ekki betur en að það samstarf hafi í aðalatriðum gengið vel og gangi vel.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira