Sport

Svipmyndir dagsins - fyrsti keppnisdagur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Fyrsta keppnisdegi á Ólympíuleikunum í Peking er nú lokið og hefur þegar sjö gullverðlaunum verið úthlutað. Hér ber að líta helstu svipmyndir dagsins.
Nagy Orsolya frá Ungverjalandi fagnar hér sigri í viðureign sinni gegn Anne-Lise Touya frá Frakklandi í skylmingum.Nordic Photos / AFP
Götuhjólreiðakappar hjóla hér um Torg hins himneska friðar í Peking.Nordic Photos / AFP
Wei-Ling Chen frá Taivan tekst ekki að framkvæma lyftu í 48 kg flokki kvenna. Chen Xiexia frá Kína vann gull í þessum flokki.Nordic Photos / AFP
Kínverskir borðtennisspilarar æfðu sig af miklum krafti í íþróttasal Háskólans í Peking í morgun. Borðtenniskeppnin hefst þann 13. ágúst.Nordic Photos / AFP
Konstantin Pluzhnikov frá Rússlandi framkvæmir hér æfingar sínar á tvíslá.Nordic Photos / AFP
Keppni hófst í strandblaki kvenna í dag. Í dag áttust við lið Brasilíu og Suður-Kóreu þaðan sem myndin er tekin.Nordic Photos / AFP
Hjólreiðakappinn Samuel Sanchez frá Spáni á erfitt með að hemja tilfinningarnar eftir að hafa tekið við gullverðlaunum í götuhjólreiðum.Nordic Photos / AFP
Stuðningsmenn sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.Nordic Photos / AFP
Niksa Roki frá Króatíu keppir hér í 400 metra fjórsundi karla. Hann varð í fyrsta sæti í sínum riðli.Nordic Photos / AFP
Hollenski júdókappinn Ruben Houkes fagnar hér sigri á Gal Yekutiel frá Ísrael í -60 kg flokki. Minho Choi frá Suður-Kóreu vann gull í greininni.Nordic Photos / AFP
Lauru Bush, bandarísku forsetafrúnni, virðist lítið skemmt á viðureign Bandaríkjanna og Tékklands í körfubolta kvenna.Nordic Photos / AFP
Brasilíska knattspyrnuhetjan Marta fagnar hér marki liðsfélaga síns, Danielu, í leik gegn Norður-Kóreu í dag.Nordic Photos / AFP
Katerina Emmons frá Tékklandi vann fyrstu gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking. Hún bar sigur úr býtum í skotfimi af tíu metra færi.Nordic Photos / AFP
Jamie Beyerle frá Bandaríkjunum mundar hér byssu sína í keppni í skotfimi í dag.Nordic Photos / AFP
Michael Phelps lét til sín taka og setti nýtt Ólympíumet í 400 metra fjórsundi í dag. Margir spá því að hann ætli sér að vinna til átta gullverðlauna á leikunum.Nordic Photos / AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×