Innlent

Veiðin í Norðurá að nálgast 100 laxa eftir daginn

Mokveiði hefur verið í Norðurá í dag og er hollið sem er við ánna nú að nálgast 100 laxa eftir daginn. Bara fyrir hádegið komu 40 laxar á land úr ánni. Tólf stangir eru í hollinu.

Mjöll Daníelsdóttir umsjónarkona með veiðihúsinu við Norðurá segir það ánægjulegt að veiðin í ánni sé að taka þetta góðan kipp. Norðurá var opnuð þann 5. júní s.l. og síðan hafa um 300 laxar veiðst í henni.

Þess bar að geta að hluta af laxinum er sleppt aftur í ánna, það er öllum löxum eru eru yfir 70 sm að lengd sme samsvarar um 8 punda þyngd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×