Erlent

Öllum hænsnum og öndum slátrað í Seoul

Stjórnvöld í Suður Kóreu hafa greint frá því að öllum hænsum og öndum í höfuðborginni Seoul hafi verið slátrað til að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu í borginni.

Slátrunin átti sér stað aðfararnótt sunnudagsins eftir að fluglaflensa braust út í annað sinn á innan við viku í borginni.

Fuglaflensa byrjaði að breiðast út í suðurhluta landsins í síðasta mánuði og hafa stjórnvöld frá þeim tíma neyðst til að slátra tæplega sjö milljón fuglum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×