Innlent

Bílvelta við Grófarvegamót

Tveir slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar lítill fólksbíll fór út af veginum og valt við svonefnd Grófarvegamót síðdegis í gær, þar sem vegurinn í Reykholtsdal og Borgarfjarðarbraut mætast. Þeir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en voru útskirfaðir að því loknu. Bíllinn er hinsvegar ónýtur. Að sögn lögreglu hafa þónokkur óhöpp og slys orðið á þessum vegamótum á undanförnum árum.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×