Erlent

Milljón manns á bandarískum lista yfir hryðjuverkamenn

Listi bandarískra stjórnvalda með nöfnum þekktra eða grunaðra hryðjuverkamanna telur nú yfir milljón manns. Ekki er hægt að komast af þessum lista nema með samþykki öldungadeildarinnar bandarísku

Það voru Bandarísku borgararéttindasamtökin sem greindu frá þessu máli í gærdag. Samkvæmt yfirlýsingu frá samtökunum vex þessi listi um 20.000 nöfn á hverjum mánuði.

Listinn er að mati þeirra fáránlegur að mörgu leyti því á honum er að finna nöfn eins og Edward Kennedys öldungardeildarþingmanns auk nokkura þekktra stríðshetja Bandaríkjamanna úr stríðum sem þeir háðu á síðustu öld. Þá er töluvert um að látið fólk sé á listanum.

Og nefnt er til sögunnar að þar til nýlega hefði nafn Nelson Mandela verið á listanum. Öldungadeildin samþykkti þó að taka nafna hans af listanum.

Bandarísku borgararéttindasamtökin segja að listi þessi sýni í hnotskurn hvað sé vandamálið í baráttu stjórnvalda gegn hryðjuverkum. Hún sé ósanngjörn, stjórnlaus, illa skipulögð, eyðsla á fjármunum og verulega íþyngjandi fyrir milljarða af ferðamönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×