Innlent

Blómstrandi dagar í Hveragerði

Töluverður fjöldi fólks var samankominn í Hveragerði í gær að sögn lögreglunnar á Selfossi. Þar fara nú fram svokallaðir "blómstrandi dagar" með tilheyrandi hátíðarhöldum og dreif fólk víða að af Suðurlandi til að skoða mannlífið. Lögreglan segir að smá hiti hafi verið í fólki og komið hafi til smá pústra á tímabili. Einn hafi verið fjarlægður af lögreglu og allt hafi farið vel að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×