Innlent

Alþingi hyggst skoða eftirlaunalög nánar

Frá þingfundi á Alþingi.
Frá þingfundi á Alþingi.

Allsherjarnefnd Alþingis ætlar að skoða nánar lögin, sem Alþingi samþykkti síðdegis í gær um eftirlaun alþingismanna og ráðherra. Þau voru samþykkt með 38 atkvæðum, en þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá.

Markmið laganna á að vera að færa lífeyriskjör ráðamanna nær því sem á við um almenning. Breytingartillaga um að sömu réttindi skyldu gilda um ráðamenn og aðra opinbera starfsmenn, var felld.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×