Alonso ætlar að hjálpa Massa í titilslagnum 13. október 2008 09:04 Ljóst er að nýr meistari verður krýndur ´ði stað Kimi Raikkönen í lok ársins og Fernando Alonso hyggst liðsinna Ferrari mönnum. Mynd: Getty Images Fernando Alonso vann japanska kappaksturinn í gær og lét óvenjuleg ummæli falla í viðtlai við spænska dagblaðið AS eftir mótið. Hann kveðst ætla að hjálpa Felipe Mssa í titilslagnum, þó hann sé í öðru keppnisliði. Hvorr rétt reynist á eftir að koma í ljós, en Alonso og Lewis Hamilton lentu í miklum samstarfsörðugleikum með McLaren í fyrra. Það var ástæða þess að Alonso rifti samnigi sínum við McLaren eftir eitt ár af þremur sem búið var að semja um. Tvö mót eru eftir í meistaramótinu og Hamilton er með fimm stiga forskot á Massa í stigamótinu og 12 stiga á Kubica. Aðeins þessir þrír ökumenn geta orðið meistarar og Kimi Raikkönen er fallinn úr leik hvað það varðar eftir keppnina í Japan í gær. Ljóst er að Raikkönen mun hjálpa Massa eftir bestu getu í þeim mótum sem eftir eru, en að ökumaður úr allt öðru líði segist ætla að styðja Massa er harla óvenjulegt. "Ef ég get hjálpað Massa, þá mun ég gera það. Bæði Hamilton og Masssa hafa tapað mikið af stigum í einstökum mótum. Það eru sextán mót búin og Hamilton er með 84 stig. Þegar ég varð meistari 2006, þá var ég kominn með 82 stig eftir níu mót. Sá sem gerir fæst mistök í lokamótinu verður meistari", sagði Alonso eftir sigurinn í gær. "Það var frábært að vinna mótið í Japan og að vera á sigurbraut. Ég var heppinn með sigurinn í Singapúr, en þessi var sætari. Við gætum alveg átt mögueika á góðum árangri í Kína og Brasilíu. Ég tel góða möguleika á verðlaunasæti í báðum báðum mótum", sagði Alonso. Sjá stigagjöf í mótum ársins Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fernando Alonso vann japanska kappaksturinn í gær og lét óvenjuleg ummæli falla í viðtlai við spænska dagblaðið AS eftir mótið. Hann kveðst ætla að hjálpa Felipe Mssa í titilslagnum, þó hann sé í öðru keppnisliði. Hvorr rétt reynist á eftir að koma í ljós, en Alonso og Lewis Hamilton lentu í miklum samstarfsörðugleikum með McLaren í fyrra. Það var ástæða þess að Alonso rifti samnigi sínum við McLaren eftir eitt ár af þremur sem búið var að semja um. Tvö mót eru eftir í meistaramótinu og Hamilton er með fimm stiga forskot á Massa í stigamótinu og 12 stiga á Kubica. Aðeins þessir þrír ökumenn geta orðið meistarar og Kimi Raikkönen er fallinn úr leik hvað það varðar eftir keppnina í Japan í gær. Ljóst er að Raikkönen mun hjálpa Massa eftir bestu getu í þeim mótum sem eftir eru, en að ökumaður úr allt öðru líði segist ætla að styðja Massa er harla óvenjulegt. "Ef ég get hjálpað Massa, þá mun ég gera það. Bæði Hamilton og Masssa hafa tapað mikið af stigum í einstökum mótum. Það eru sextán mót búin og Hamilton er með 84 stig. Þegar ég varð meistari 2006, þá var ég kominn með 82 stig eftir níu mót. Sá sem gerir fæst mistök í lokamótinu verður meistari", sagði Alonso eftir sigurinn í gær. "Það var frábært að vinna mótið í Japan og að vera á sigurbraut. Ég var heppinn með sigurinn í Singapúr, en þessi var sætari. Við gætum alveg átt mögueika á góðum árangri í Kína og Brasilíu. Ég tel góða möguleika á verðlaunasæti í báðum báðum mótum", sagði Alonso. Sjá stigagjöf í mótum ársins
Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira