Innlent

Samtök fiskvinnslustöðva vilja breytta starfsemi Seðlabankans

Arnar Sigmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.
Arnar Sigmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á stjórnvöld að láta fara fram nú þegar endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Þar verði fleiri þættir en verðbólgumarkmið látnir ráða við stjórn peningamála, svo sem jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Jafnframt hefjist sem fyrst boðuð úttekt stjórnvalda á efnahags- og peningamálastjórnun í landinu. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundarins sem haldinn var í dag.

Þá ítrekar aðalfundurinn þá skoðun að Seðlabankinn lækki verulega stýrivexti sem allra fyrst, en barátta bankans við þensluna undanfarin ár með háum stýrivöxtum hafi litlu skilað, en hafi bitnað mjög illa á útflutningsgreinum, þar sem þessir háu stýrivextir héldu uppi of háu gengi krónunnar um langan tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×