Innlent

Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á dyravörð

Hæstiréttur staðfesti í dag átta mánaða fangelsisdóm yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa slegið dyravörð á skemmtistað á Akureyri í andlitið. Maðurinn hafði játað brotið en með því rauf hann skilorð sjö mánaða fangelsisrefsingar sem hann hlaut með dómi árið 2006. Var það mál tekið upp og honum gerð refsing í einu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×