Þjórsá og Sól í Straumi Jón Bjarnason skrifar 17. júlí 2008 00:01 Það vakti aðdáun og sterkar framtíðarvonir þegar Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álbræðslunnar í Straumsvík í íbúakosningu fyrir rúmu ári síðan og „Sól í Straumi" - samtök umhverfis- og náttúruverndarsinna og þeirra sem töldu nóg komið af álbræðslum fögnuðu sigri. Í þeim hörðu átökum lá ljóst fyrir að virkja þurfti enn frekar í Þjórsá til að sjá aukinni álbræðslu í Straumsvík fyrir raforku. Slagurinn gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík var því nátengdur baráttunni fyrir verndun Þjórsár. Samtökin Sól á Suðurlandi studdu dyggilega baráttu félaga sinna í Hafnarfirði og jafnvel er fullyrt að framlag þeirra á lokametrum átakanna hafi ráðið úrslitum um að stækkun álbræðslunnar var felld. En áfram sækja álrisarnir og Landsvirkjun að náttúruperlum Þjórsár. Í fréttum þessa dagana fagnar forstjóri Landsvirkjunar að hans mati, áfanga sigri í herförinni að Þjórsá og lýsir því yfir að raforka úr næstu virkjunum í ánni ætti m.a. að fara til aukningar á framleiðslu álbræðslunnar í Straumsvík. Nýtur hann þar stuðnings ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Um eða yfir 80% af raforkuframleiðslu landsmanna fara nú til álbræðslna. Íbúar við Þjórsá, Sól á Suðurlandi og náttúruverndarsinnar um allt land munu standa með perlum Þjórsár og gegn virkjunaráformunum og berjast til sigurs þótt það kosti „blóð svita og tár". Nú þegar stjórnvöld sækja enn á ný og af auknum þunga í orku frá náttúruperlum Þjórsár til álframleiðslu í Hafnarfirði er eðlilegt að spurt sé: hvar er Sól í Straumi og stuðningur annarra þeirra Hafnfirðinga sem börðust svo hetjulega gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík fyrir aðeins nokkrum misserum? Það er ekki trúverðugt að vinna verkin, en með „hnút í maganum" eins og sumir þeir sem svíkja nú dýrustu kosningaloforð sín og náttúruperlur Þjórsár til að geta vermt ráðherrastólana. - „Fagra Ísland", hvar ert þú? - Þess vegna er enn mikilvægara að náttúruverndarsinnar og aðrir þeir sem telja nóg komið af álbræðslum og mengandi stóriðju þétti raðir sínar. Það er mikil barátta fram undan. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það vakti aðdáun og sterkar framtíðarvonir þegar Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álbræðslunnar í Straumsvík í íbúakosningu fyrir rúmu ári síðan og „Sól í Straumi" - samtök umhverfis- og náttúruverndarsinna og þeirra sem töldu nóg komið af álbræðslum fögnuðu sigri. Í þeim hörðu átökum lá ljóst fyrir að virkja þurfti enn frekar í Þjórsá til að sjá aukinni álbræðslu í Straumsvík fyrir raforku. Slagurinn gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík var því nátengdur baráttunni fyrir verndun Þjórsár. Samtökin Sól á Suðurlandi studdu dyggilega baráttu félaga sinna í Hafnarfirði og jafnvel er fullyrt að framlag þeirra á lokametrum átakanna hafi ráðið úrslitum um að stækkun álbræðslunnar var felld. En áfram sækja álrisarnir og Landsvirkjun að náttúruperlum Þjórsár. Í fréttum þessa dagana fagnar forstjóri Landsvirkjunar að hans mati, áfanga sigri í herförinni að Þjórsá og lýsir því yfir að raforka úr næstu virkjunum í ánni ætti m.a. að fara til aukningar á framleiðslu álbræðslunnar í Straumsvík. Nýtur hann þar stuðnings ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Um eða yfir 80% af raforkuframleiðslu landsmanna fara nú til álbræðslna. Íbúar við Þjórsá, Sól á Suðurlandi og náttúruverndarsinnar um allt land munu standa með perlum Þjórsár og gegn virkjunaráformunum og berjast til sigurs þótt það kosti „blóð svita og tár". Nú þegar stjórnvöld sækja enn á ný og af auknum þunga í orku frá náttúruperlum Þjórsár til álframleiðslu í Hafnarfirði er eðlilegt að spurt sé: hvar er Sól í Straumi og stuðningur annarra þeirra Hafnfirðinga sem börðust svo hetjulega gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík fyrir aðeins nokkrum misserum? Það er ekki trúverðugt að vinna verkin, en með „hnút í maganum" eins og sumir þeir sem svíkja nú dýrustu kosningaloforð sín og náttúruperlur Þjórsár til að geta vermt ráðherrastólana. - „Fagra Ísland", hvar ert þú? - Þess vegna er enn mikilvægara að náttúruverndarsinnar og aðrir þeir sem telja nóg komið af álbræðslum og mengandi stóriðju þétti raðir sínar. Það er mikil barátta fram undan. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar