Erlent

Rússar minnast aftöku keisarafjölskyldunnar

Nikulás keisari og fjölskylda hans.
Nikulás keisari og fjölskylda hans.

Tugþúsundir Rússa minnast þess í dag að 90 ár eru liðin frá aftöku síðustu rússnesku keisarafjölskyldunnar. Pílagrímar víðsvegar að úr Rússlandi eru komnir til borgarinnar Yekaterinburg í Úralfjöllum þar sem Nikulás annar og fjölskylda hans var tekin af lífi í upphafi stjórnar Bolsévikka.

Húsið sem aftakan fór fram í er löngu horfið en þar eru nú kirkja og minnismerki. Keisarinn sagði af sér þegar byltingin heltók keisaradæmið. Fjölskyldan var flutt til Yekaterinburg þar sem þau voru skotin í kjallaraherbergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×