Erlent

Ólíkir tvíburar

Þeir eru tvíburar - og þeir eru af sitt hvorum kynþættinum - rétt eins og foreldrarnir. Starfsfólk sjúkrahúss í Berlín rak upp stór augu þegar kona nokkur ól þar tvö börn - annað hvítt og hitt svart.

Konan er upphaflega frá Ghana en eiginmaður hennar er Þjóðverji. Móðir barnanna segist enn vera að klípa sig í handlegginn til að sannfæra sig um að drengirnir tveir - bæði sá svarti og sá hvíti - séu synir sínir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×