Erlent

Leiðtogi í Malasíu laus úr haldi

Anwar Ibrahim, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu, var látinn laus í morgun eftir átta tíma yfirheyrslur löreglu. Hann er sakaður um ónáttúrulegt athæfi, en það er lagamál um samkynhneigð í múslimaríkinu Malasíu.

Anwar hafði ætlað sér að fella stjórnina ekki síðar en um miðjan september með tilstyrk liðhlaupa úr stjórnarliðinu. Alþýðufylking Anwars vann mikinn sigur í þingkosningum í mars, fékk 82 þingsæti og vantar nú aðeins 30 sæti til að hafa meirihluta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×