Innlent

Mikið hvassviðri á Landsmóti

Frá Landsmótinu. 
Mynd: Daníel Ben / hestafrettir.is
Frá Landsmótinu. Mynd: Daníel Ben / hestafrettir.is

Nokkur tjöld hafa fokið á Landsmóti hestamanna sem nú er haldið á Hellu en töluvert hvasst er um sunnanvert landið.

Við Sandfell í Öræfum hafa hviður farið yfir 40 m/s. Einnig eru hvassar hviður undir Eyjafjöllum.

Á Hellu finna menn líka fyrir veðrinu en þar eru mörg þúsund manns saman komin vegna Landsmóts hestamanna.

Daníel Ben Þorgeirsson, sem fjallar um Landsmótið fyrir vefmiðilinn Hestafréttir, segir hins vegar að hestamenn séu ekki mikið fyrir að kveinka sér undan "smá roki" eins og hann orðaði það þegar Vísir ræddi við hann um kvöldmatarleytið.

Hann viðurkenndi þó að veðrið hafi sett sitt mark á mótshaldið í dag. Mikið sé um sölutjöld og bása á svæðinu sem þurft hafi að festa svo þau yrði ekki vindinum að bráð. Í nokkrum tilfellfum náðist það ekki og fuku þá tjöld á brott í verstu hviðunum.

Rokið hefur líka gert það að verkum að mikið moldarfok gengur yfir svæðið og á gesti. Það gerði til að mynda það að verkum að skyggni var frekar slæmt þegar verið var að sýna hross á mótinu í dag.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×