Innlent

Aðföng og hráefni til iðnaðar í forgangi

Seðlabankinn.
Seðlabankinn.

Seðlabanki Íslands hefur svarað erindi Samtaka iðnaðarins um temprun útflæðis gjaldeyris og tekur undir mikilvægi þess að íslenskum iðnaði verði tryggð aðföng og hráefni. Í svari bankans við erindinu kemur fram að aðföng og hráefni eigi að vera í forgangsflokki.

Sala Seðlabankans á gjaldeyri til bankastofnana hefur ekki einskorðast við þá flokka sem nefndir voru sem dæmi í tilmælum Seðlabankans um temprun útflæðis á gjaldeyri, segir í svarbréfi Seðlabankans sem bankastjórarnir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason skrifuðu undir.

Samtök iðnaðarins brýna fyrir félagsmönnum sínum að hafa þegar í stað samband við viðskiptabanka sína og benda á þennan skilning Seðlabankans. ,,Jafnframt eru félagsmenn minntir á að gjaldeyrir er af skornum skammti og því mikilvægt að innflutningur sé takmarkaður við brýnar þarfir," segir í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×