Innlent

Vilja yfirtaka Hvalfjarðagöngin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Hvalfjarðargöngunum.
Frá Hvalfjarðargöngunum.
Vegfarendur munu ekki lengur greiða fyrir að aka um Hvalfjarðargöngin, verði frumvarp Frjálslynda flokksins til fjáraukalaga samþykkt fyrir þinghlé í vor. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkisstjórnin muni nú þegar semja við Spöl hf. , sem á og rekur Hvalfjarðargöngin, um yfirtöku eigna og skulda félagsins strax á þessu ári og samhliða verði veggjaldið fellt niður. Ríkissjóður annist síðan greiðslu af áhvílandi skuldum.

„Frumvarpinu hefur verið vísað til fjárlaganefndar og við höfum verið að fá umsagnaraðila á fundinn," segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Hann segir að umsagnirnar séu tvíþátta. Vegagerðin, Samgönguráðuneytið og Spölur leggi til að fyrirkomulagið verði óbreytt að sinni. Fulltrúar sveitafélaga á Vesturlandi og Samtök sveitafélaga á Vesturlandi styðji hins vegar frumvarpið og benda á að mikilvægt sé að gæta jafnræðis á milli landshluta varðandi notkun á vegakerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×