Innlent

Síbrotamaður í tveggja ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 45 ára gamlan karlmann, Sigurð Hólm Sigurðsson, í tveggja ára fangelsi fyrir fjölda afbrota sem hann framdi frá því í nóvember 2006 þar til í maí á þessu ári. Á meðal þeirra brota sem Sigurður er dæmdur fyrir eru nytjastuldur, þjófnaðir, fjársvik og varsla fíkniefna. Afbrotaferill Sigurðar er langur og nær allt til ársins 1979.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×