Innlent

Vinningstillagan verður umdeild

Margrét Harðardóttir, arkitekt.
Margrét Harðardóttir, arkitekt.
Vinningstillaga um höfuðstöðvar Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur á eftir að skapa mikið umtal, deilur og vangaveltur að mati Margrétar Harðardóttur arkitekts hjá Studio Granda.

Margrét var í dómnefnd í samkeppni um hönnun höfuðstöðva Landsbankans. Vinningstillagan hefur verið valin, en ekki enn verið kynnt.

„Ég myndi vilja sjá einhvern sem væri ábyrgur fyrir uppbyggingu miðborgarinnar innan borgarinnar óháð pólitík og hagsmunapoti og hefði umboð til að halda utan um þessi mál. Rétt eins og Umboðsmaður Alþingis starfar væri gott að hafa umboðsmenn gamla miðbæjarins, sem eins konar forvörn, en ekki úrskurðaraðila eftir á," segir Margrét.

Margrét setur stórt spurningarmerki við staðsetningu Lista­háskóla á Laugavegi. „Ef niðurstaðan er að halda í eldri götumynd má ekki víkja neitt frá því." Margrét telur einnig að fjárfestum verði að setja skýrar skorður því annars muni skipulagsmál taka kolvitlausa stefnu. „Reykjavík mun enda með því að líta út eins og lítil Dubai." 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×