Innlent

Brutust inn í Árbæjarskóla

Fjórir piltar á unglingsaldri voru handteknir rétt eftir klukkan sjö í morgun, grunaðir um innbrot í Árbæjarskóla. Að sögn lögreglunnar voru þeir allir saman í bíl á leið úr Árbænum þegar þeir voru teknir. Í bílnum fundust ýmsir munir sem lögreglan telur að hafi verið hluti af þýfinu. Fremur fátt var í miðbænum að sögn lögreglunnar og rólegt eftir því. Þó voru nokkrir teknir fyrir brot á lögreglusamþykkt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×