Innlent

Tekinn á 149 kílómetra hraða

Erlendur ferðamaður var tekinn á 149 kílómetra hraða í Fagradal á leið sinni til Egilsstaða í gærkvöldi. Hámarkshraði þar er 90 kílómetrar á klukkustund eins og víðast annars staðar á landinu. Eftir að lögreglan stöðvaði manninn þurfti samferðamaður hans að taka við akstrinum því hann var sviptur ökuleyfi á staðnum og þarf að greiða 130 þúsund króna sekt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×