Innlent

Holskefla gjaldþrota framundan

Gjaldþrotaúrskurðum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra hefur fjölgað um tæpan helming frá fyrra ári. Holskefla gjaldþrota virðist fram undan, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar kom fram að 2.-3 september næstkomandi verða á dagskrá tæpir tveir tugir gjaldþrotamála á Akureyri og á Húsavík samkvæmt málaskrá Héraðsdóms Norðurlands eystra. Sum fyrirtækin í málaskránni eru býsna mannmörg svo sem fiskvinnslufyrirtækið Krækir á Dalvík en þar töpuðust tugir starfa þegar fyrirtækið fór í þrot síðastliðinn vetur.

Mjögt óvenjulegt er að sjá svo mörg gjaldþrotamál á ekki stærra atvinnusvæði og er greinilegt að þyngra er undir fæti hjá mörgum nú en verið hefur. Þannig sýna tölur frá Ólafi Ólafssyni dómstjóra að gjaldþrotaúrskurðum hefur fjölgað um fast að helming frá fyrra ári.

Árið 2007 bárust 55 beiðnir um gjaldþrot á tímabilinu á tímabilinu 1. janúar til loka júlí. Úrskurðir urðu 24, þar af fór 21 félag á hausinn en 3 einstaklingar.

Í ár hefur beiðnum fjölgað á sama tímabili úr 55 í 69. Þar af hefur fallið gjaldþrotaúrskurður í 34 málum í stað 24 í fyrra sem skiptast þannig að 11 einstaklingar hafa farið í þrot en 23 fyrirtæki.

Og samanber málafjöldann í byrjun næsta mánaðar á gjalþrotaúrskurðum enn eftir að fjölga verulega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×