Erlent

Harðnandi átök Georgíumanna og Suður-Osseta

Átök á milli georískra hermanna og aðskilnaðarsinna í Suður-Ossetíu fara nú harnandi eftir því sem talsmaður innranríkisráðuneytis Georgíu segir Reuters-fréttastofunni.

Átökin hófust á ný í nótt og segja Georgíumenn að aðskilnaðarsinnarnir hafi reynt að ráðast inn í þorp á landamærum Georgíu og Suður-Ossetíu og eyðilagt þar brynvarinn bíl. Rússneska fréttastofan Interfax hefur hins vegar eftir talsmönnum Suður-Osseta að hermenn frá Georgíu hafi látið skotum rigna yfir þorp á mærunum.

Suður-Ossetía tilheyrir Georgíu en héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði og eru Rússar sagðir styðja það. Georgíumenn viðurkenna hins vegar ekki sjálfstæði héraðsins og því hefur loft verið lævi blandið þar að undanförnu. Sex hafa látist í átökum síðustu daga og nokkrir eru sagðir særðir eftir átök morgunsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×