Innlent

Fara yfir hvernig þeir geti aðstoðað LSH

MYND/GVA

Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að menn þar á bæ fari nú yfir hvernig þeir geti aðstoðað Lanspítalann vegna uppsagna svæfingar- og skurðhjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sem taka gilid á miðnætti. Hann vonast þó til að deilan leysist þannig að ekki þurfi að grípa til neyðarúrræða.

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa stjórnendur Landspítalans fundað með fulltrúum úr heilbrigðisráðuneytinu og fulltrúum frá sjúkrahúsunum á Selfossi, Akranesi, í Reykjanesbæ og Hafnarfirði um að þær stofnanir leggi til aðstoð vegna þeirrar stöðu sem kemur upp þegar 140 starfsmenn ganga út af Landspítalanum á miðnætti.

Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurland, segir í skoðun hvað stofnun hans geti gert en eins og gefi að skilja snúi þetta fyrst og fremst að skurðstofu- og svæfingarþjónustu og þjónustu á röntgendeildum. „Við höfum minnstu skurðstofuþjónustuna af þeim sjúkrahúsum sem eru í kringum Reykjavík og því minni aðstoð sem við getum veitt," segir Magnús.

Geta látið hlutina ganga upp fram yfir helgi

Hann segir að fram hafi komið hjá stjórnendum Landspítalans að þeir geti látið hlutina ganga upp fram yfir helgi en þá verði fólk á nærliggjandi sjúkrahúsum að vera í startholunum. „Ef af þessu verður verðum við að breyta vinnuprógrammi hjá okkur og svo erum við með takmarkað rými og mannskap," segir Magnús.

Hann bendir á að neyðaráætlun Landspítalans snúi fyrst og fremst að því að veita nauðsynlega bráðaþjónustu sem þýðir að allar valaðgerðir verði að bíða. „En það þarf að leysa þessa deilu, það er það sem þarf að gera," Magnús Skúlason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×