Innlent

Óvenjulegt að slagsmál og fíkniefni séu áberandi á Dönskum dögum

Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi.
Það er mjög óvenjulegt að á Dönskum dögum komi upp slagsmál og fíkniefnamál, að sögn Daða Heiðars Sigurþórssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Danskir dagar voru haldnir um í Stykkishómi um helgina í fimmtánda skipti. Slagsmál brutust út og mikillar ölvunar varð vart, einkum á aðfararnótt laugardagsins. Daði telur að aldurshópurinn sem hafi sótt Stykkishólm heim um helgina sé allt annar en sá sem hafi verið hingað til.

„Við höfum verið heppin að menningarnótt hefur verið á sama tíma og Danskir dagar undanfarin ár," segir Daði. Hann bendir á að dagskráin á menningarnótt höfði betur til ungs og skemmtanaglaðs fólks. Danskir dagar hafi hins vegar hingað til verið róleg fjölskylduhátíð fyrir brottflutta Hólmara. Núna hittist þessar tvær hátíðir ekki á sömu helgi og því hafi annar aldurshópur komið til hátíðarinnar en áður.

Daði sagðist lítið vita um mál fimmtán ára gamallar stúlkur sem var færð á spítala eftir að hafa neytt alsælu. „Ég hef bara upplýsingar um þetta frá lögreglu," segir Daði. Hann bendir á að fíkniefnaneysla sé fylgifiskur allra hátíða en hafi ekki verið áberandi á þeirra hátíð fram að þessu.

Daði segir að þrátt fyrir þau lögreglumál sem hafi komið upp á hátíðinni megi ekki gleyma því að 99% af þeim þrjú þúsund gesta á hátíðinni hafi verið til mikillar fyrirmyndar.




Tengdar fréttir

Fimmtán ára stúlka á spítala eftir e-töflu neyslu

Fimmtán ára stúlka var flutt alvarlega veik á sjúkrahús eftir að hafa tekið inn e-töflur á Dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóni á Snæfellsnesi, fluttu lögreglumenn stúlkuna á spítala um leið og ljóst var hvað hafði gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×