Opið bréf til Davíðs Oddssonar 23. október 2008 15:40 Snorri Ásmundsson Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Opið bréf til Davíðs Oddssonar Kæri Davíð, Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Virðingarfyllst Snorri Ásmundsson Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur sent Davíð Oddssyni opið bréf þar sem hann skorar á Davíð að gefast upp og segja starfi sínu lausu. Snorri segir fólkið í landinu hafa lagt fullt traust á stjónvöld og treyst þeim fyrir lífi sínu. Hann segir okkur öll sek, fyrir að vera leiðitöm. Bréfið í heild sinni má sjá hér að neðan. Opið bréf til Davíðs Oddssonar Kæri Davíð, Við lifum á spennandi umbrotatímum sem koma til með að breyta lífinu á heimsvísu. Óvissan um hvað framtíðin beri í skauti sér er mikil. Það er erfitt að sjá heildarmyndina og ómögulegt að sjá fyrir hvað muni gerast næst. Ég vona að þessar breytingar þroski okkur til hins betra. Fólkið í landinu hefur hingað til lagt fullt traust á stjórnvöld þegjandi og hljóðalaust og treyst þeim fyrir lífi sínu og það heldur enn í þá von að þau muni bjarga málunum. En nú erum við að vakna upp við vondan draum, við settum allt okkar í rangar hendur. Við erum því öll sek, fyrir að vera of leiðitöm. Þú, Davíð Oddsson, sem hefur stundum verið kallaður farsælasti stjórnmálamaður Evrópu síðustu aldar ert líka sekur. Eðlilega ertu fullur af sektarkennd og vilt fyrir alla muni bæta fyrir brot þín, og það gerirðu með því að fela öðrum þér hæfari að taka til. Nú ættir þú að játa þig sigraðan. Játa þig sigraðan fyrir sjálfinu því sjálfið þitt er ekki bara hættulegt sjálfum þér heldur allri þjóðinni. Það er stór sigur sem vinnst við að viðurkenna vanmátt sinn. Þá fyrst á maður séns. Andstæðan við eigingirni er samkennd. Það er auðmýkjandi og mannbætandi að játa sig sigraðan og kæri Davíð þegar þú játar þig sigraðan byrjar þú stórkostlegt, andlegt ferðalag og einmitt núna þurfum við mest á andanum að halda því hann kemur í staðinn fyrir efnishyggjuna. Þetta eru undraverðir uppskerutímar þar sem græðgin og eigingirnin lenda í syndaflóðinu og andinn, auðmýktin og samhygðin fá að njóta sín. Ég er sammála þér að Alþingi ætti að leysa upp því það svaf líka á verðinum og það ætti að skipa þjóðstjórn fagmanna. Kæri Davíð ég skora á þig að gefast upp og segja starfi þínu lausu sem Seðlabankastjóri og opna faðm þinn fyrir andlega ferðalaginu. Treystu öðrum fyrir stjórninni og beindu stjórnsemi þinni á önnur og jákvæðari mið. Virðingarfyllst Snorri Ásmundsson
Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira