Mikil íbúafjölgun orsakasta af aðflutningi 28. ágúst 2008 18:10 Tölur um miðársíbúafjölgun á milli ára. Nýtt vefrit fjármálaráðuneytisins segir að sá miklu fólksfjöldi sem orðið hafi hérlendis undanfarin ár megi að mestu rekja til mikil aðflutnings erlendra ríkisborgara. Í nýlegum tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á Íslandi kemur fram að hér bjuggu rúmlega 319 þúsund manns á miðju ári 2008, sem eru tæplega átta þúsund fleiri íbúar en voru hér fyrir ári síðan og er það næstmesta fjölgun íbúa á einu ári. „Þessi mikla fjölgun stafar annars vegar, og að stærri hluta, af því að fjöldi aðfluttra var meiri en brottfluttra af landinu og hins vegar að fjöldi fæddra var vel umfram fjölda látinna. Frá miðju ári 2007 nemur íbúafjölgunin fyrir landið í heild um 2,5%, þar af má ætla að náttúrleg fjölgun skýri um 2.700 eða 0,9% en millilandaflutningar rúmlega 5.000 eða 1,6% fjölgun. Á fyrri hluta yfirstandandi árs má ætla að aðfluttir umfram brottflutta hafi verið um 4.600. Til samanburðar var nettóaðflutningur til landsins nokkru minni á sama tíma í fyrra. Miðað við tölur Vinnumálastofnunar kom ríflega helmingur aðfluttra frá hinum nýju aðildarríkjum ESB á fyrri hluta þessa árs, eða um 2.500 einstaklingar. Um 2.000 manns koma því annars staðar frá, bæði innan og utan ESB. Töluvert hefur verið rætt á undanförnum mánuðum að margir erlendir starfsmenn hafi farið af landi brott en ekki verið skráðir sem slíkir. Vel má vera að tölur um brottflutning séu lægri en þær ættu að vera. Það breytir þó ekki því að tölurnar um aðflutning sýna að hingað hefur komið talsverður fjöldi nýrra einstaklinga, flestir á starfsaldri. Þótt íbúum landsins hafi fjölgað í heild er þróun ólík eftir landssvæðum. Þannig hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi en fækkað á Austurlandi og Vestfjörðum. Íbúum landsins fjölgar þó ekki einungis af aðflutningi því mikil fjölgun fæðinga á sinn þátt. Undanfarna 12 mánuði hafa fæðst hér á landi nær 4.800 börn en látnir töldu um 1.700 manns. Ef heldur sem horfir má því búast við að náttúruleg fjölgun ársins í ár verði ein hin mesta um langt skeið." Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Nýtt vefrit fjármálaráðuneytisins segir að sá miklu fólksfjöldi sem orðið hafi hérlendis undanfarin ár megi að mestu rekja til mikil aðflutnings erlendra ríkisborgara. Í nýlegum tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á Íslandi kemur fram að hér bjuggu rúmlega 319 þúsund manns á miðju ári 2008, sem eru tæplega átta þúsund fleiri íbúar en voru hér fyrir ári síðan og er það næstmesta fjölgun íbúa á einu ári. „Þessi mikla fjölgun stafar annars vegar, og að stærri hluta, af því að fjöldi aðfluttra var meiri en brottfluttra af landinu og hins vegar að fjöldi fæddra var vel umfram fjölda látinna. Frá miðju ári 2007 nemur íbúafjölgunin fyrir landið í heild um 2,5%, þar af má ætla að náttúrleg fjölgun skýri um 2.700 eða 0,9% en millilandaflutningar rúmlega 5.000 eða 1,6% fjölgun. Á fyrri hluta yfirstandandi árs má ætla að aðfluttir umfram brottflutta hafi verið um 4.600. Til samanburðar var nettóaðflutningur til landsins nokkru minni á sama tíma í fyrra. Miðað við tölur Vinnumálastofnunar kom ríflega helmingur aðfluttra frá hinum nýju aðildarríkjum ESB á fyrri hluta þessa árs, eða um 2.500 einstaklingar. Um 2.000 manns koma því annars staðar frá, bæði innan og utan ESB. Töluvert hefur verið rætt á undanförnum mánuðum að margir erlendir starfsmenn hafi farið af landi brott en ekki verið skráðir sem slíkir. Vel má vera að tölur um brottflutning séu lægri en þær ættu að vera. Það breytir þó ekki því að tölurnar um aðflutning sýna að hingað hefur komið talsverður fjöldi nýrra einstaklinga, flestir á starfsaldri. Þótt íbúum landsins hafi fjölgað í heild er þróun ólík eftir landssvæðum. Þannig hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi en fækkað á Austurlandi og Vestfjörðum. Íbúum landsins fjölgar þó ekki einungis af aðflutningi því mikil fjölgun fæðinga á sinn þátt. Undanfarna 12 mánuði hafa fæðst hér á landi nær 4.800 börn en látnir töldu um 1.700 manns. Ef heldur sem horfir má því búast við að náttúruleg fjölgun ársins í ár verði ein hin mesta um langt skeið."
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira