Innlent

Ferfalt meira af loðnuseiðum en í fyrra

Loðna.
Loðna. MYND/Skip.is

Sjómenn, fuglaáhugamenn og útgerðarmenn fagna nú í sameiningu þeim niðurstöðum úr rannsóknaleilðangri Hafrannsóknastofnunar, að fjórum sinnum meira hafi mælst af loðnuseiðum í sumar en í fyrra.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að þetta geti leitt til stækkiandi loðnustofns á komandi árum, ef umhverfisaðstæður verða hagstæðar. Því fagna sjómenn og útvegsmenn og fuglaáhugamenn fagna því að meira æti verði í sjónum fyrir stærri fiska, sem muni þá síður leita í sílið til átu, en það er uppistaða í æti sjófugla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×