Innlent

Tillögur VG í kvótamálinu lagðar fram

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur mótað tillögur að æskilegu svari til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í kjölfar þess að nefndin úrskurðaði íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið brotlegt við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í tillögum VG er meðal annars gert ráð fyrir að íslensk stjórnvöld hefji „vandaðan undirbúningað nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni að gera það mögulegt að innkalla aflaheimildir frá núverandi handhöfum."

Einnig verði nefndin fullvissuð um að þau taki niðurstöður nefndarinnar „mjög alvarlega og muni gera sitt ítrasta til að mæta áliti hennar.

Þá er meðal annars lagt til að stjórnvöld hefji þegar á þessu ári heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða og verði álit mannréttindanefndarinnar haft til hliðsjónar við þá endurskoðun.

Tillögur VG í heild sinni má sjá hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×