Innlent

Ingibjörg gekkst undir aðgerð í New York

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, gekkst undir aðgerð í New York í dag vegna góðkynja meins í höfði sem hrjáð hefur hana um nokkra hríð.

Ingibjörg Sólrún fékk aðsvif í pallborðsumræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir viku síðan. Í kjölfarið var hún send í rannsókn á Mount Sinai sjúkrahúsið í New York. Þar kom í ljós að hún er með góðkynja mein í höfði.

Ákvörðun um að aðgerðin yrði gerð í dag var tekin í kjölfar rannsókna síðastliðinn föstudag og að höfðu samráði sérfræðinga á Landspítalanum og lækna á Mount Sinai sjúkrahúsinu.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Ingibjörgu heilsast að lokinni aðgerð. Enn liggur ekki fyrir hversu lengi utanríkisráðherra verður frá vinnu vegna veikindanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×