Innlent

Öflug síldveiðiskip komin á miðin fyrir austan land

Nokkur öflug síldveiðiskip eru nú komin austur fyrir land eftir sjómannadaginn og farin að leita að síld úr Norsk- íslenska stofninum.

Ekkert hefur enn frést af veiði, en skipin leita nú skipulega og í samvinnu. Vitað er að talsvert af norsk-íslenskri síld er gengið inn í íslensku lögsöguna fyrir austan, samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×